Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námskeið

Trúanaðarmannanám BSRB og FA 

Á hverri önn er boðið uppá trúnaðarmannanámskeið fyrir trúnaðarmenn og talsmenn verkalýðshreyfingarinnar. Námskeiðin sem eru í boði fyrir stéttarfélög eru ýmist auglýst og þá opin öllum eða pöntuð af einstökum félögum.

Meginmarkmið Félagsmálaskóla alþýðu er öflug félagsmálafræðsla og menntun til að þekking og hæfni forystumanna og annarra talsmanna verkalýðshreyfingarinnar sé sem best á hverjum tíma.

Unnið er eftir tveimur námsskrám sem viðurkenndar hafa verið af mennta – og menningarmálaráðuneytinu. Námsþættir námsskrár Trúnaðarmannanámskeiðs I eru samtals 81 klst. og skiptast á fjögur þrep. Námsþættir námsskrár Trúnaðarmannanámskeiðs II eru samtals 61 klst. og skiptast á þrjú þrep.

Meðal þess sem tekið er fyrir á fyrsta hluta námsins eru spurningar eins og:

  • Hvert er hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði?
  • Hvert er hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera?
  • Hvert er hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum ?
  • Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð?
  • Hvað einkennir góð og slæm samskipti á vinnustað?

Frekari upplýsingar um trúnaðarmannanámið má fá á skrifstofu BSRB í síma 525 8300 og hjá Félagsmálaskóla alþýðu. Skráning í námið fer fram á vef Félagsmálskólans en skráningarsíðuna má nálgast hér.