Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ályktanir jafnréttisnefndar

 

Ályktun 43. þings BSRB um jafnréttismál

43. þing BSRB krefst þess að kynbundnum launamun verði útrýmt með auknu fjármagni og aðgerðum nú þegar. Það er algert forgangsverkefni stjórnvalda, atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar.

Óútskýrður kynbundinn launamunur mælist 13% og allt að 19% innan ákveðinna landshluta.

43. þing BSRB krefst þess að sett verði af stað sérstakt átak til að uppræta kynbundna og kynferðislega áreitni á vinnustöðum.

43. þing BSRB krefst þess að vinnuvikan verði stytt í 36 stundir. Þannig má jafna möguleika  kynjanna til að taka virkan þátt í uppeldi barna sinna og til að verja tíma með fjölskyldunni.

43. þing BSRB krefst þess að réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur samhliða því sem greiðsluþak Fæðingarorlofssjóðs verði hækkað.