Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynjabókhald BSRB

Jafnréttisnefnd BSRB tekur árlega saman helstu kynjatölur fyrir bandalagið og vinnur úr þeim kynjabókhald BSRB. Kynjabókhaldið var birt í fyrsta sinn á kvennafrídeginum 25. október 2010.

Samkvæmt ályktun um jafnréttismál 42. þings BSRB er haldið var í október 2009 er eitt af hlutverkum BSRB að gæta þess og fylgja því eftir að gætt sé að mannréttindum. Hugtakið felur í sér að allir eiga rétt á að njóta mannréttinda án mismununar, eins og til að mynda vegna kynferðis, kynhneigðar, kynþáttar, litarháttar, aldurs, trúar, tungumáls, búsetu, stjórnmálaskoðana, þjóðernis, félagslegrar stöðu, fötlunar eða efnahags.

Í samræmi við ályktunina um jafnréttismál hefur jafnréttisnefnd BSRB unnið að gerð kynjabókhalds. Í kynjabókhaldinu er að finna upplýsingar um hin ýmsu kynjahlutföll innan BSRB og þar gefur að líta gröf og línurit yfir kynskiptingu félagsmanna, stjórna aðildarfélaga, stjórnar og skipaðra fulltrúa á vegum BSRB. Einnig hlutfall kvenna og karla innan aðildarfélaga BSRB og hlutfallslega skiptingu félags-, stjórnar-, og nefndarmanna innan aðildarfélaga. Í annarri útgáfu kynjabókhaldsins var bætt við upplýsingum um  en að þessu sinni hefur verið bætt við upplýsingum um kynjahlutföll tilnefndra fulltrúa nefnda stjórnar og ráða á vegum BSRB. 

Ábyrgðarmenn kynjabókhaldsins eru Kristinn Bjarnason og Sonja Ýr Þorbergsdóttir starfsmenn skrifstofu BSRB.

Kynjabókhald BSRB 2015

Kynjabókhald BSRB 2014

Kynjabókhald BSRB 2013

Kynjabókhald BSRB 2012

Kynjabókhald BSRB 2011

Kynjabókhald BSRB 2010