Beint á efnisyfirlit síðunnar

Réttindanefnd BSRB

Stjórn BSRB ákvað í kjölfar 43. þings BSRB árið 2012 að innan BSRB verði áfram starfandi réttindanefnd BSRB. Hlutverk réttindanefndar er að taka til skoðunar erindi sem stjórn eða einstök aðildarfélög vísa til hennar. Fulltrúar BSRB sem skipaðir eru í nefndir og ráð um réttindamál á vegum bandalagsins geta leitað liðsinnis réttindanefndar við vinnslu gagna og skal nefndin vera þeim til ráðgjafar sé eftir því leitað. Nefndin getur einnig að eigin frumkvæði tekið til athugunar mál sem snerta sameiginlega hagsmuni. Niðurstöður réttindanefndar eru ráðgefandi.

Starfsmaður nefndarinnar er Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur BSRB.

Stjórn BSRB hefur ákveðið að eftirtaldir aðilar skipi hópinn 2012-2015: Árni Stefán Jónsson SFR formaður, Arna Jakobína Björnsdóttir Kjölur, Halldór Snorri Gunnarsson St.Rv., Gunnar Örn Gunnarsson SLFÍ, Þuríður Einarsdóttir PFÍ, Helga Hafsteinsdóttir SDS og Snorri Magnússon LL.

Félög sem ekki eiga fulltrúa í réttindanefnd geta tilnefnt aðila sem tengiliði félaganna og eiga þeir rétt til setu á fundi nefndarinnar. 

Tengiliðir fá upplýsingar jöfnum höndum um starf réttindanefndar.