Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útgáfa

Blaðaútgáfa BSRB hefur verið með ýmsum hætti. Á árunum 1944 til 1952 var Starfsmanna-blaðið gefið út. Þá var gert hlé á blaðaútgáfu til ársins 1955 að Ásgarður leit dagsins ljós. Ásgarður kom samfellt út í 30 ár, en síðasta tbl. hans kom út haustið 1985. BSRB-blaðið tók við af Ásgarði. Enn var breytt um nafn á blaði bandalagsins og árið 1987-1988 nefndist það BSRB-fréttir.

BSRB-tíðindi voru fyrst gefin út í verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984. Útgáfan var svo endurvakin undir því nafni árið 1989 og hafa BSRB-tíðindi komið óslitið út síðan. Efni blaðsins er fjölbreytt, þótt áherslan sé á kjara- og þjóðfélagsmálin í víðu samhengi. Upplag BSRB-tíðinda er 18.000 eintök og eru þau send öllum félögum í BSRB. Auk þess er blaðinu dreift til flestra opinberra stofnana og víðar.


Önnur útgáfa:

BSRB hefur gefið út ýmsa bæklinga, eitt og sér eða í samstarfi við aðra aðila. Þá hefur BSRB látið sérprenta ýmis lög sem snerta opinbera starfsmenn. Öll þessi gögn er hægt að nálgast á skrifstofu BSRB.